Arfur fortíðar

28. mars 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Sokkabandið frumsýndi nýtt leikrit eftir Kristínu Eiríksdóttur í gærkvöldi á Litla sviði Borgarleikhússins, Hystory, undir stjórn Ólafs Egils Egilssonar. Titillinn er væntanlega leikur að gríska orðinu „huster“, sem þýðir leg og er stofninn í hinu vinsæla orði hystería yfir sefasýki eða móðursýki, og svo enska orðinu „history“ eða sagnfræði. Titillinn er markviss: þetta er geðveik sýning sem vísar í raunverulegan sögulegan atburð. Lesa meira

Ástin og dauðinn á fjöllum

27. mars 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ég var bæði búin að kvíða fyrir og hlakka til að sjá Fjalla-Eyvind og Höllu í Þjóðleikhúsinu, rosalega spennt að vita hvernig Stefan Metz færi með þessa gömlu klassík okkar sem hver kynslóð verður að fá sína útgáfu af. Það voru útlendingar sem báru þetta verk fram og hófu það til vegs og virðingar upphaflega, á sviði og kvikmyndatjaldi, en nú er langt síðan erlendir leikstjórar hafa fengið að glíma við það. Útgáfa minnar kynslóðar var með Helgu Bachmann og Helga Skúlasyni í Iðnó með minnilega glæsilegum leiktjöldum. Þessi nýja er næstum því eins ólík henni og verða má, útgáfa Mörtu Nordal og Aldrei óstelandi í Norðurpólnum um árið var þó líklega ennþá ólíkari.  Lesa meira

„Nóttin er til þess að gráta í“

23. mars 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Við sáum loksins Segulsvið Sigurðar Pálssonar í gærkvöldi í Kassa Þjóðleikhússins, undrafagra sýningu þar sem hvað styður annað: margslungið leiksvið Gretars Reynissonar, táknvísir búningar Þórunnar Maríu Jónsdóttur, snjöll lýsing og ævintýraleg myndbandshönnun Halldórs Arnar Óskarssonar og Magnúsar Arnars Sigurðarsonar og skemmtileg hljóðmynd Úlfs Eldjárn og Kristjáns Sigmundar Einarssonar. Öllu haldið saman af óbrigðulum smekk leikstjórans, Kristínar Jóhannesdóttur. Lesa meira

Út yfir gröf og dauða

21. mars 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Í gærkvöldi frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur nýtt leikrit eftir eitt helsta núlifandi leikskáld okkar, Birgi Sigurðsson, á Nýja sviði Borgarleikhússins. Leikstjóri var Hilmir Snær Guðnason sem lék aðalhlutverkið í síðasta sviðsverki Birgis, Dínamíti, og leikstýrði síðustu uppsetningu á Degi vonar, þekktasta verki hans. Vytautas Narbutas gerir leikmyndina sem er stórglæsileg og búningar Stefaníu Adolfsdóttur eru mjög elegant og í stíl við hana. Lesa meira

„Þar skall helvítis hurð nærri hælum“

16. mars 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það fór kannski ekki mjög hátt en í gærkvöldi var frumsýnd í Iðnó ný íslensk ópera, Sæmundur fróði eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Hún er löngu þekkt meðal leikhúsáhugamanna – að minnsta kosti Hugleikhúsáhugamanna – fyrir leikrit sín, óperur og söngleiki, síðasta verk hennar af því tagi var Stund milli stríða sem var valin besta áhugaleikhússýningin í fyrra. Sýningin er á vegum Leikfélagsins Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík og Þórunn stýrir henni sjálf en tónlistarstjóri er Hrafnkell Orri Egilsson. Lesa meira

… en maður verður að rækta garðinn sinn

15. mars 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Birtíngur eftir franska heimspekinginn Voltaire (útg. 1759) er eitt frægasta verk franskra bókmennta og við vorum svo heppin hér á landi að Halldór Laxness eyddi tólf dögum af lífi sínu árið 1945 í að snara henni. Þýðingin ber þessum vinnuhraða nokkurt vitni en sennilega græðir verkið fremur en það tapar á hraðanum. Það er eitthvert dásamlegt kæringarleysi yfir frásögninni á íslensku sem skilar sér prýðilega í nýrri leikgerð Árna Kristjánssonar. Hana sviðsetur hann nú sjálfur með Kvennaskólanemum í húsnæði skólans við Þingholtsstræti á vegum leikfélagsins Fúríu. Lesa meira

Sjónarspilið samtíminn

14. mars 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Minnisvarði 16 elskenda í Tjarnarbíó er skrautlegur gjörningur með fallegu fólki en sýningin hefur ekki eins skýrt afmarkað efni og tilgang og fyrri sýningar hópsins sem ég hef séð. Satt að segja datt mér í hug í gærkvöldi að ég væri orðin of gömul fyrir þau. Lesa meira

Vormenn Íslands á 21. öld

10. mars 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Herranótt Menntaskólans í Reykjavík setur nú upp leiksýningu í 170. sinn. Þau völdu 125 ára gamalt leikverk, Vorið vaknar eftir Frank Wedekind, þó ekki upprunalega leikritið heldur rokksöngleik sem Duncan Sheik og Steven Sater sömdu upp úr því á ensku laust fyrir aldamótin 2000. Tónlistin er kraftmikil og skemmtileg og flytur þetta tímalausa efni áreynslulaust til unglinga samtímans. Á sviðinu í Gamla bíó – sem ekki er sérstaklega stórt – er sjö manna hljómsveit, tuttugu leikarar og fimm dansarar. Þó var ekki annað að sjá en Stefán Hallur Stefánsson leikstjóri kæmi öllum vel fyrir – og það þó að fólk stæði ekki beinlínis kyrrt. Lesa meira

Sjálfstæðisflokkurinn vann gegn lýðræðinu

10. mars 2015 · Fært í Eldri greinar úr TMM ·  

Eftir Svavar Gestsson


Styrmir Gunnarsson. Í köldu stríði. Barátta og vinátta á átakatímum. Veröld 2014

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stærsti flokkur landsins lengst af frá því að flokkastjórnmál urðu allsráðandi á Íslandi. Hann var stærsti flokkurinn í Reykjavík þar til 2010 þegar Besti flokkurinn breytti hinu pólitíska landslagi í höfuðborginni; R-listinn var bandalag flokka og fyrir honum tapaði Sjálfstæðisflokkurinn meirihlutanum 1994. Flokkurinn hefur verið aðili að ríkisstjórnum lengur og oftar en allir aðrir flokkar, reyndar lengst af beint og óbeint nema 2009–2013, 1988–1991, 1980–1983, 1978–1979, 1971–1974 og 1956–1958. Það er að segja alltaf nema í alls um 16 ár frá utanþingsstjórninni sem sat við stofnun lýðveldisins. Þetta eru sex ríkisstjórnir sem allar nema ein hafa setið minna en eitt kjörtímabil. Lesa meira

Drengurinn og dansinn

8. mars 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Þær voru ólíkar leiksýningarnar tvær sem við sáum þessa helgi. Í annarri var flókin saga sögð með einföldustu ráðum, tveir sögumenn á Sögulofti sem skiptu frásögninni með sér, enginn hljóðheimur nema raddirnar og fótatakið á timburgólfinu. Hins vegar fimmtíu manna hópur leikara og dansara plús hljómsveit sem sagði einfalda sögu með öllum ráðum sem gott tæknileikhús hefur yfir að ráða, meira að segja flugtækni, söng, dansi og listrænum áflogum: Skálmöld Einars Kárasonar og Billy Elliot. Lesa meira

Næsta síða »