Ástin hefur … hendur sundurleitar

23. október 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Íslenska óperan frumsýndi í gærkvöldi glæsilega uppsetningu Benjamins Levy hljómsveitarstjóra og Anthonys Pilavachi leikstjóra á óperunni Évgení Onegin eftir Tchaikovsky. Þetta er upphaflega söguljóð eftir þjóðskáld Rússa, Alexander Púshkin (1799–1837), sem var geysilega vinsælt meðal landa hans en lifir utan Rússlands fyrst og fremst í þeirri mynd sem Tchaikovsky gaf því. Texti óperunnar er eftir Konstantín Shílovskí og er sunginn á rússnesku en textar birtast yfir sviðinu á íslensku og ensku. Þeir voru skýrir og góðir. Lesa meira

… stundum er það líka verst

22. október 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

„Stundum er heima best, en stundum er það líka verst,“ söng Guðmundur Ingi Þorvaldsson háum karlaróm, sitjandi á hlálega litlum stól uppi á barborðinu, þegar gestir komu á frumsýningu Suss! í Tjarnarbíó í gærkvöldi. Stundum tóku meðleikarar hans undir og smám saman fékk hann fleiri og fleiri frumsýningargesti með sér í viðlagið: „Heimilisofbeldi er mannréttindabrot, við þurfum að laga það eins og skot!“ Lesa meira

Tveir höfundar leita leikrits

21. október 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Enn á ný býður Gaflaraleikhúsið upp á eldfjöruga unglingaskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Stefán rís eftir þá Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson var frumsýnt í gærkvöldi undir stjórn Bjarkar Jakobsdóttur fyrir troðfullu og ákaflega hamingjusömu húsi. Þeir félagar voru 14 og 15 ára þegar þeir frumsýndu Unglinginn á sama stað í október 2013 þannig að núna eru þeir 17 og 18 ára – og hafa gefið út eina bók í millitíðinni með Bryndísi Björgvinsdóttur. Ekki letin á þeim bæjum. Lesa meira

Lífið er fokking ringulreið

16. október 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Alveg er greinilegt strax í upphafi stutta leikritsins með langa nafnið sem var frumsýnt í Kúlu Þjóðleikhússins í gærkvöldi, Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti, að einu persónu þess líður bölvanlega. Stefán Hallur Stefánsson stendur á miðju sviði Kúlunnar, framarlega, í leikhúsþoku og kvelst. Hann hreyfir sig ekki úr sporunum en þó svitnar hann af harkalegum innri átökum. Það var mergjað. Lesa meira

Kynusli á litla sviðinu

8. október 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það var sérstæð blanda af rokktónleika- og árshátíðarstemningu á litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi þegar Hannes og Smári héldu þar tónleika og sögðu sögu sína fyrir fullu húsi af æstum aðdáendum. Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir leika þessa heiðursmenn, þær spila líka á hljóðfæri og syngja. Auk þess sömdu þær verkið með leikstjóra sínum, Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóra á Akureyri, en sýningin er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Leikfélags Akureyrar. Lesa meira

Ærsl og óreiða í Kúlunni

2. október 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Fyrir nokkru vantaði mig samheiti yfir „ringulreið“ og leitaði í Snöru, orðabókinni á netinu. Meðal margra tillagna þar sá ég orðið „stertabenda“ sem mér fannst sniðugt en einum of einkennilegt til að nota í venjulegum texta. Það er dregið af því þegar stertar hesta lenda í bendu svo þeir festast saman.  („Á miðri götunni voru ein fimtíu lestahross í stertabendu og komust hvorki strönd né lönd,“ segir Halldór Laxness í Brekkukotsannál.) Örfáum dögum síðar sá ég þetta orð í frétt um nýja leiksýningu í Þjóðleikhúsinu. Sýningin hét beinlínis Stertabenda og það heitir hún enn og við sáum hana í Kúlunni í gær.

Lesa meira

Bandarísk rökkurópera

1. október 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Hún var þrungin þögnin í stóra sal Þjóðleikhússins í gærkvöldi á frumsýningu Horft frá brúnni, og varði þá nærri tvo tíma sem sýningin stóð, án hlés. Einn og einn hósti heyrðist óþægilega vel og sömuleiðis suð í lágt stilltum farsíma, annars var þögnin djúp allan tímann. Þetta varð smám saman alveg magnað. Lesa meira

Það er einn hnöttur og hann er blár

24. september 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

„Ég skil bara ekki hvernig þetta er hægt,“ sagði sessunautur minn, séra Ragnheiður, að lokinni frumsýningu á Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, Berg Þór Ingólfsson leikstjóra, Kristjönu Stefánsdóttur tónskáld og Chantelle Carey danshöfund á stóra sviði Borgarleikhússins. Hún átti við frammistöðu barnanna í sýningunni, hvernig þau, svona ung, gátu leikið, sungið, dansað, farið flikk flakk og heljarstökk aftur á bak og áfram eins og þrautþjálfaðir fagmenn. Ég segi það undir eins: Þessi sýning er undur. Lesa meira

Úr örbirgð til auðæva – og aftur til baka – og baka

24. september 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Söguloftið á Landnámssetrinu í Borgarnesi hefur hýst marga góða sagnamenn og löngu kominn tími til að rifja upp sögu mannsins sem byggði á sínum tíma húsið sem landnámssýningin, Eglusýningin og Söguloftið eru í, Thors Jensen. Thor var rúmlega tvítugur þegar hann tók við verslunarrekstri í Borgarnesi og tók rækilega til hendinni þau ár sem hann var þar. Í gærkvöldi kom svo langafabarn hans, Guðmundur Andri Thorsson, og sagði merka sögu afa sína fyrir fullu húsi áhugasamra gesta á Söguloftinu. Lesa meira

Hetjusaga Sóleyjar Rósar

23. september 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ég var búin að lesa mikið hrós um Sóley Rós ræstitækni sem Kvenfélagið Garpur sýnir nú í Tjarnarbíó þegar ég loksins sá hana í gærkvöldi. Þrátt fyrir ítarlegar lýsingar á efni og útliti sýningarinnar í umsögnum um hana tókst henni að koma mér rækilega á óvart. Lesa meira

Næsta síða »