Megafjör í Mosfellsbæ

20. október 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Leikfélag Mosfellsbæjar er að sýna söngleikinn um Ronju ræningjadóttur í Bæjarleikhúsi sínu undir stjórn Agnesar Wild og tónlistarstjórn Sigrúnar Harðardóttur. Sýningin er afar fjölmenn, upp undir þrjátíu manns taka þátt í henni, og þó eru búningarnir enn fleiri því sömu leikarar leika skógarnornir og grádverga og annar hópur leikur rassálfa og Borkaræningja. Ekki furða þótt fjórtán manns séu skrifaðir fyrir búningum og sviðsmynd ásamt hönnuðinum Evu Björgu Harðardóttur. En gaman hefur verið að búa til þessar gersemar. Lesa meira

Hvað er auður og afl …?

19. október 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Maður mátti hafa sig allan við að fá ekki alvarlegt kast af þjóðernishroka undir frumsýningunni á Don Carlo í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Á snilldarlega hönnuðu sviði Þórunnar Sigríðar Þorgrímsdóttur, frumlega lýstu af Páli Ragnarssyni, steig fram hver glæsilegi söngvarinn af öðrum og lék og söng hlutverk sitt í einni mestu óperu Verdis undir styrkri stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Með þeim söng Kór Íslensku óperunnar og Hljómsveit Íslensku óperunnar lék með Guðmund Óla Gunnarsson hljómsveitarstjóra og Unu Sveinbjarnardóttur konsertmeistara við stjórnvölinn. – Og hvergi veikur hlekkur. Einhvern tíma hefði þetta þótt saga til næsta bæjar á Íslandi. Lesa meira

Lífið er drullumall

18. október 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það fer margt um huga fullorðinnar manneskju undir sýningu Tíu fingra á Lífinu sem var frumsýnd í dag í Tjarnarbíó undir stjórn Charlottu Bøving. Sköpunarsaga biblíunnar er nærri og þróunarkenning Darwins sækir svolítið á mann þegar dýrategundirnar sækja fram hver af annarri en mest hreiðraði þó um sig í huga mínum gamla snilldarþýðingin hans Magnúsar Ásgeirssonar á Síðasta blóminu eftir James Thurber. Lesa meira

Leiðin til Rómar

18. október 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ekki get ég neitað því að ég kveið ofurlítið fyrir að sjá á sviði leikgerðina af Karítas, tveggja binda skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur. Verkið er mikil epík, það segir svo langa sögu, teygir sig yfir heila öld, fer svo víða og segir frá svo mörgum persónum að það virtist óðs manns æði að gera því skil á einu kvöldi. Það var strax léttir að komast að því að leikgerð Ólafs Egils Egilssonar og Símonar Birgissonar lætur fyrra bindið duga. Enda er það heillegt verk sem var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi undir stjórn Hörpu Arnardóttur, verk sem segir samfellda sögu með skýrum þræði (að minnsta kosti fyrir þá sem þekkja bókina) þótt það leiki sér að tímanum til að ná sterkari listrænum áhrifum. Lesa meira

„Allar góðar bækur fjalla um það hvílíkur bömmer það er að vera manneskja.“

17. október 2014 · Fært í Á líðandi stund ·  

eftir Bryndísi Björgvinsdóttur


Mennirnir skapa sjálfir sögu sína, en þeir skapa hana ekki að vild sinni, ekki við skilyrði sem þeir hafa sjálfir valið, heldur við þau skilyrði sem þeir hitta fyrir sér, þeim eru fengin, þeir hljóta í arf.1 – Karl Marx.

Thanks for the tragedy. I need it for my art.2 – Kurt Cobain.

Hvort tveggja, hláturinn og tárin, sprettur fram þegar við erum örvingluð og úrvinda og sjáum engan tilgang í frekari hugsunum eða viðleitni. Ég kýs að hlæja því það krefst ekki eins mikillar tiltektar eftirá.3 – Kurt Vonnegut.

Það eru nokkrir sagnamenn í föðurfjölskyldu minni og pabbi er einn þeirra. Mamma heldur því fram að hann sé „fastur í fortíðinni“ en það er meðal annars sú fortíð sem ég reyni að taka fyrir í verkinu Hafnfirðingabrandarinn sem út kemur á haustmánuðum 2014. Lesa meira

Nýtt tmm – 3. hefti ársins

16. október 2014 · Fært í Fréttir ·  

TMM_3_2014_front_150dpi

Nýlega kom nýtt hefti TMM, þriðja hefti ársins. Að þessu sinni er það helgað fólki sem er að hasla sér völl á íslenskum bókmenntavettvangi, og hefur ýmist aðeins gefið út eina bók eða enn ekki birt neitt eftir sig opinberlega. Auk þess er í heftinu ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, ádrepa eftir Pétur Knútsson og ritdómar.

Karlafræðarinn

6. október 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Huldar Breiðfjörð virðist hafa sett sér það verkefni að kafa í sálarlíf íslenskra karla og athuga hvað hann kemur upp með. Nýséð (tvisvar í mínu tilviki) er kvikmyndin París norðursins þar sem fjórir karlmenn eru undir misnákvæmri smásjá (og einn karlmaður in spe á hliðarlínunni) og í gær sáum við Gauka á Nýja sviði Borgarleikhússins þar sem Huldar gegnumlýsir tvo karla á ólíkum aldri. Leikstjórinn er enginn annar en Jón Páll Eyjólfsson, einn hinna krumpuðu í bíómyndinni. Lesa meira

Drengur með náragáfu

29. september 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Við sáum Kenneth Mána í gærkvöldi, einleik Björns Thors eftir handriti Jóhanns Ævars Grímssonar, Sögu Garðarsdóttur og Björns sjálfs, á litla sviði Borgarleikhússins. Bergur Þór Ingólfsson stýrir. Það er kannski ýmislegt ósennilegt við þennan karakter, einkum virðist geðslag hans og greindarstig ekki passa við það að hann skuli vera svona afkastamikill þjófur, en auðvitað getur það verið náragáfa eins og hann er svo upptekinn af í öðru fólki. Og auðvitað er hann svo mikill klaufi sem þjófur að hann er sífellt að lenda í steininum. Lesa meira

Að lifa stríð

28. september 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ég hef verið stór aðdáandi Konunnar við 1000° síðan ég las hana nýútkomna en ekki bjóst ég við að hún myndi þola að fara á svið. Tíu tíma sjónvarpssería kannski eða að minnsta kosti ílöng tveggja kvölda leiksýning eins og Heimsljós og Sjálfstætt fólk en ekki eitt tveggja tíma leikrit. Þetta hefur þó verið gert. Höfundurinn sjálfur, Hallgrímur Helgason, semur leikgerðina með Símoni Birgissyni dramatúrg og Unu Þorleifsdóttur leikstjóra, og hún er sýnd í Kassanum. Lesa meira

Þrjár systur – og bróðir

17. september 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það var sannarlega gaman að sjá þær saman á sviði í Tjarnarbíó í gærkvöldi Margréti Guðmundsdóttur, Önnu Kristínu Arngrímsdóttur, Guðbjörgu Thoroddsen (Bauju) og Halldóru Björnsdóttur. Nokkur tími er síðan þessar konur sáust leika en þær hafa að sjálfsögðu engu gleymt. Sýningin var á Róðaríi, nýju fjölskyldudrama eftir Hrund Ólafsdóttur, og leikstjóri var Erling Jóhannesson. Lesa meira

Næsta síða »