Systur tvær, þjáning og sköpun

20. nóvember 2015 · Fært í Óflokkað ·  

Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, KK, stendur þessar vikurnar einn á litla sviði Borgarleikhússins, syngur og segir fólki frá gíturunum sem hann hefur eignast um ævina. Þetta er djarfur leikur sem heppnast vel og gleður áheyrendur. Lesa meira

Það geta ekki allir verið Öskubuska

16. nóvember 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það má mikið vera ef Tryggvi Gunnarsson, höfundur og leikstjóri sýningarinnar Öskufalls, hefur ekki þefað af útgáfu Philips Pullman á Grimmsævintýrum sem nýlega kom út í þýðingu minni. Að minnsta kosti leggur Pullman áherslu á að við eigum að gera ævintýrin að okkar eigin sögum þegar við endursegjum þau og það gerir Tryggvi svo sannarlega með sínum stóra og orkumikla hópi í Stúdentaleikhúsinu. Lesa meira

Ungt og leikur sér

11. nóvember 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Við fórum í fyrsta skipti á Ungleik í Borgarleikhúsinu í gær og fannst satt að segja talsvert til um þá reynslu. Þarna voru leikin fimm stutt verk eftir jafnmarga höfunda, leikararnir og leikstjórarnir voru úr sama áhugamannahópnum um leiklist og það er mikils að vænta af þessu unga og ástríðufulla fólki. Lesa meira

Að rokka á ystu nöfum

8. nóvember 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ég gæti vel trúað því að fleiri áhorfendur Spaugstofunnar en ég hafi verið búnir að gleyma hvernig það er að hlæja dátt – missa hreinlega stjórn á hlátrinum. Finna gleðibólurnar stíga upp úr iðrunum og springa í loftrörunum á leiðinni upp í munninn svo að allur kroppurinn skelfur! Svona tilfinning greip mig nokkrum sinnum þar sem ég sat á miðnætursýningu þessara óborganlegu félaga á stóra sviði Þjóðleikhússins í gær. Lesa meira

Íslensk auðstétt í spéspegli

7. nóvember 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það ríkir glannalegt fjör og meinleg kæti í nýrri sýningu Leikfélagsins Geirfugls, (90)210 Garðabær, sem nú er sýnd í Kassa Þjóðleikhússins. Höfundur og leikstjóri er Heiðar Sumarliðason og hann skoðar hér æskustöðvarnar í spéspegli. Eiginlega erum við stödd í heilum spéspeglasal þar sem speglarnir ýkja og afskræma á ýmsa vegu, toga og teygja, beygla og vinda og brjóta. Lesa meira

Leikur að steinum

31. október 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Við fórum loksins að sjá Petru, sýningu hópsins Dansaðu fyrir mig, í Tjarnarbíó í gærkvöldi. Sá sem hefur séð fyrri sýningu hópsins, sem heitir einmitt Dansaðu fyrir mig, veit að það þarf að koma í leikhúsið með ákveðið hugarfar. Ekki búast við neinu sem flokkast undir venjulegt eða hefðbundið. Hópurinn vinnur á einhverjum mörkum veruleika og leikhúss sem erfitt er að skilgreina – og kannski ástæðulaust að reyna það. Njóta bara. Lesa meira

Hvað er sannleikur?

26. október 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Heimkoman eftir Harold Pinter, sem nú er sýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins undir stjórn Atla Rafns Sigurðarsonar, er virkilega grimmt verk. Andstyggilegt. Og uppsetningin dregur ekki úr grimmdinni; ýkir hana fremur. Lesa meira

Heimsendahelt dúkkuheimili

25. október 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Lokaæfing Svövu Jakobsdóttur, sem Háaloftið sýnir núna í Tjarnarbíó undir stjórn Tinnu Hrafnsdóttur, er hátindurinn á leikritaskrifum höfundar. Glæsilega byggt verk og fantalega vel skrifuð samtöl sem kafa æ dýpra í huga og sálarlíf persónanna um leið og þau afhjúpa þeirra innsta eðli. Og það eðli er ekki einfalt. Lesa meira

Rakarinn leysir vandann

18. október 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Uppsetning Ágústu Skúladóttur á Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini í Íslensku óperunni er ljómandi  vel heppnuð, bæði falleg og skemmtileg. Ágústa segir sjálf í leikskrá að hún líti á söguna sem ævintýri og í stíl við ævintýrið er sýningin stílhrein og tær. Ekkert fer á milli mála. Litirnir í leikmynd Steffens Aarfing eru heitir, litsterkir fletir í bláum og rauðum tónum, búningar Maríu Th. Ólafsdóttur fjölskrúðugir en alltaf í takt við efnið og sviðið. Með þessu lék lýsing Jóhanns Bjarna Pálmasonar og Guðmundur Óli Gunnarsson stýrði hljómsveitinni sem einnig lék hreint og tært. Lesa meira

Kynslóðirnar kljást

17. október 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það var sérkennilegt að koma heim úr leikhúsinu í gærkvöldi. Mér leið eins og ég hefði verið á sólarhrings djammi. Framan hefði verið tiltölulega venjulegt, svo hefði orðið uppbrot, smáskandall sem síðan hefði jafnað sig. Smám saman hefði drykkjan tekið yfirhöndina með tilheyrandi söng og dillandi skemmtun, hávaða, þreytu, ergelsi og átökum uns partýið fjaraði út í þunglyndi og örvæntingu. Lesa meira

Næsta síða »