Vísindin efla alla dáð

12. febrúar 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ef ég vissi ekki að Vilhelm Anton Jónsson hefur skrifað nokkrar afar vinsælar bækur fyrir börn um vísindi þá hefði mér dottið í hug að hann væri uppiskroppa með efni á sýningunni sinni, Vísindasýningu Villa, á litla sviði Borgarleikhússins. Hann var rétt svo byrjaður að fræða fullan sal af börnum um hugðarefni sín þegar Vala Kristín Eiríksdóttir birtist úr allt öðru leikriti og fór að skipta sér af sýningunni. En tilfellið var að þetta gekk ofan í krakkana eins og ís með dýfu. Annar félagi minn, Arnmundur tæplega níu ára, var stórhrifinn af tiltækinu, fannst eins og verið væri að búa til sýninguna á sýningunni – mjög avant garde og smart. Lesa meira

Tvíraddað

10. febrúar 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það er rúm hálf öld síðan ég sá fyrst leikverk þar sem aðalpersónan var tvöföld á sviðinu og talaði við sjálfa sig. Það var fyndni harmleikurinn Philadelphia, Here I Come eftir Írann Brian Friel í Gaiety leikhúsinu í Dublin. Minnisstæðast slíkra verka er Ofvitinn hans Kjartans Ragnarssonar í Iðnó þar sem tveir leikarar á ólíkum aldri léku Þórberg Þórðarson. Uppsetning Brynhildar Guðjónsdóttur og Íslensku óperunnar á Mannsröddinni í Kaldalóni Hörpu í gærkvöldi er ekki alveg af sama tagi og þessar tvær sýningar en vissulega er persóna verksins tvöföld á sviðinu. Annar helmingurinn syngur á frönsku, hinn talar á íslensku og einstaka sinnum höfðu konurnar ákveðin samskipti sín á milli. Lesa meira

Annað gott fólk

6. febrúar 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það er dálítið skondið í ljósi nýlegrar umræðu um sýninguna sem nú gengur í Kassa Þjóðleikhússins að hlusta á unga fólkið í leikritinu Andaðu í Iðnó velta fyrir sér aftur og aftur hvort þau séu ekki gott fólk. Þau velta þessu fyrir sér af því þau – eða sérstaklega stúlkan (Hera Hilmarsdóttir) – finna til íþyngjandi ábyrgðar á jörðinni okkar og vilja ekki gera neitt sem kemur henni illa. Lesa meira

Skilaboðaskjóðan skilar sínu

29. janúar 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Takið nú eftir, áhugamenn um úrvals barnasýningar: Leikfélag Mosfellssveitar og leikfélagið Miðnætti eru að sýna Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson alla sunnudaga næstu vikur. Þetta er eldfjörug sýning og falleg ásýndum enda sama fólk sem að henni stendur og minnisstæðri verðlaunauppsetningu á Ronju ræningjadóttur 2014, leikstjórinn Agnes Wild, tónlistarstjórinn Sigrún Harðardóttir sem hefur Flemming Viðar Valmundsson með sér, og leikmyndar- og búningahönnuðurinn Eva Björg Harðardóttir. Lesa meira

Ennþá gerast ævintýr

22. janúar 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Gömlu ævintýrin hafa lengi verið drjúg uppspretta barnaefnis, það veit Guðjón Davíð Karlsson (Gói ) og nýtir sér vel í nýju barnaleikriti með söngvum, Fjarskalandi, sem var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í dag. Vignir Snær Vigfússon semur lögin við texta Góa, Finnur Arnar Arnarson skapar undurfallegt ævintýraland á sviðinu, Lára Stefánsdóttir semur dansa og Selma Björnsdóttir stýrir öllu saman. Lesa meira

Galdrakarl á Sögulofti

22. janúar 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Geir Konráð Theodórsson skemmtir sér þessar vikurnar við að segja gestum á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi sögur af svarta galdri á Íslandi. Þeir eru þrír feðgarnir sem standa að sýningunni því Theodór Kristinn Þórðarson, faðir Geirs, leikstýrir honum og bróðirinn Eiríkur Þór sér um uppsetninguna. Lesa meira

Pabbi minn er kona

14. janúar 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Hannes Óli Ágústsson sýnir dirfsku með því að stíga fram og segja sögu sína og föður síns á Litla sviði Borgarleikhússins í sýningunni Hún pabbi. Þetta er einlæg og lágstemmd sýning eins og hæfir því viðkvæma efni sem hún fjallar um. Lesa meira

Þegar bíóið er búið

12. janúar 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Pulitzer-verðlaunaverkið Ræman eftir Annie Baker var frumsýnt í gær á Nýja sviði Borgarleikhússins undir stjórn Dóru Jóhannsdóttur. Það gerist í samnefndu kvikmyndahúsi, sem enn hefur ekki tekið stafrænni byltingu en notar ennþá gamaldags sýningarvél, og fjallar um þrjá illa launaða starfsmenn hússins og samskipti þeirra. Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) þýðir verkið og staðfærir. Lesa meira

Illt er að binda ást við þann …

7. janúar 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Eins og sjálfsagt flestar konur hef ég reynslu af karlmönnum eins og Sölva (Stefán Hallur Stefánsson) í leikritinu Gott fólk sem frumsýnt var í Kassanum í gærkvöldi (ég sá aðalæfingu kvöldið áður). Þetta er gasalega sætur strákur, orðheppinn og skemmtilegur, heillandi við fyrstu kynni, en þessir kostir valda því að hann er tregur til að binda sig. Það eru svo miklar líkur á því að þarna úti bíði stærri bráð en sú sem hangir á önglinum þessa stundina. Af hverju ætti hann þá að festa sig til frambúðar? Lesa meira

Kjötkveðjuhátíð á Rifi

4. janúar 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það er einkar viðeigandi að setja upp leiksýningu byggða á skáldsögu franska rithöfundarins Jules Verne um leyndardóma Snæfellsjökuls í Frystiklefanum á Rifi undir Jökli. Journey to the Center of the Earth var frumsýnd milli jóla og nýárs undir stjórn Árna Kristjánssonar og við fórum í gær í kyrru og fallegu vetrarveðri að sjá hana. Leikið er á ensku því leikhússtjórinn og höfundur leikgerðarinnar, Kári Viðarsson, er að hugsa um erlenda ferðamenn. Ég játa fúslega að ég hefði viljað sjá hana á íslensku enda eru leikararnir allir íslenskir nema einn. Lesa meira

Næsta síða »