Hátíð í Edinborg – skýrsla

15. ágúst 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Árum saman hef ég vitað af leiklistarhátíðunum í Edinborg en aldrei farið enda mikið fyrirtæki. Í ár bar svo óstjórnlega vel í veiði að heimilisvinir fengu hús þar í borg í húsaskiptum á réttum tíma og buðu okkur gistingu sem annars er erfitt að fá í borginni á þeim tíma. Maður spurði sig náttúrlega hvers vegna Edinborgarbúar vildu flýja að heiman á þessum hátíðatíma en eiginlega vissum við svarið um það leyti sem við komum heim. Lesa meira

Sjómannslíf, sjómannslíf

20. júlí 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Tjarnarbíó býður um þessar mundir listamönnum í borginni fín tækifæri til að sýna eigin verk við góðar aðstæður – í vel búnu leikhúsi með góðum sætum fyrir gesti. Það er gaman að koma í húsið, jafnvel þótt maður sé ekki á leið í leikhús, þar er veitingasala með mat og drykk og góður andi eins og þarf til að hæna fólk að. Þarna var fyrsta frumsýning leikársins 2014–2015 í gærkvöldi þegar Arnar Dan Kristjánsson frumsýndi einþáttung sinn Landsliðið á línu ásamt Báru Gísladóttur sem sá um lifandi leikhljóð á sviðinu. Lesa meira

Heima er best

10. júlí 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það er skammt stórra högga á milli á íslensku óperusviði því í gær var í fyrsta sinn flutt í Reykjavík ný barnaópera eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson. Hún heitir Baldursbrá og segir sögu af háskalegu ævintýri blóms sem þó endar vel. Óperan var frumflutt á Siglufirði á þjóðlagahátíð fyrr í mánuðinum undir stjórn tónskáldsins sem einnig stjórnaði í gærkvöldi. Þetta var konsertuppfærsla en Sveinn Einarsson aðstoðaði við sviðsetningu. Lesa meira

Af Hróa hetti og Þyrnirós

3. júlí 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það leit ekkert sérstaklega vel út fyrirfram með sýningu á Hróa hetti hjá Leikhópnum Lottu í gær. Hópurinn sýnir í Elliðaárdalnum, sem kunnugt er, og utan dyra. En stór hópur bjartsýnna foreldra og barna kom samt og allt fór vel, eins og ævintýrið á sviðinu. Undir sýningarlok fór að vísu að rigna pínulítið en hvorki leikendur né áhorfendur brugðu sér hið minnsta. Enda stytti strax upp aftur. Lesa meira

Fegurðin ríkir ein

30. maí 2014 · Fært í Óflokkað ·  

Ég hef beðið spennt eftir því að fá að sjá verk Ragnars Kjartanssonar og Kjartans Sveinssonar, Kraftbirtingarhljóm guðdómsins (Der Klang der Offenbarung des Göttlichen) alveg síðan ég las upphafna lýsingu Einars Fals Ingólfssonar á því í Morgunblaðinu í febrúar þegar verkið var frumsýnt í Berlín. Biðinni lauk í gærkvöldi í Borgarleikhúsinu. Þó að ég hefði bæði lesið mér til og hlustað á viðtöl við aðstandendur kom verkið mér á óvart. Lesa meira

Fljúga marglitu fiðrildin

26. maí 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Wide Slumber for lepidopterists (Djúpur dúr fyrir fiðrildafræðinga??) er tónverk utan um ljóðabók eftir Angelu Rawlings, sviðsett með þrem söngvurum af Söru Martí og VaVaVoom og sýnt í Tjarnarbíó. Tónlistin er eftir Valgeir Sigurðsson, seiðandi og svæfandi eins og hæfir verki um rannsóknir á svefni og lífsferli fiðrilda. Söngur Alexi Murdoch, Sasha Siem og Ásgerðar Júníusdóttur var glæsilegur og undirleikurinn ekki síðri. Leikmynd Evu Signýjar Berger var úthugsuð og óvenjuleg, búningar Hörpu Einarsdóttur fallegir og spennandi. En það sem hafði áhrif fyrst og fremst voru myndbandsverkin og ljósaleikurinn eftir þá Inga Bekk og Pierre-Alain Giraud. Myndirnar og litirnir sem birtust á baksviðinu og léku sér á og að sviðsmununum voru oft svo æðisleg að augu mín stóðu á stilkum. Lesa meira

Í iðrum hvalsins

25. maí 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Þegar komið er að Brimhúsinu við Geirsgötu þessa dagana blasir mikill hvalskjaftur við og ef maður leggur í að ganga inn um hann er komið inn í mikið rautt gin með geysistórri tungu á gólfi (sem ágætt er að tylla sér á ef maður þarf að bíða lengi). Þetta er upphafið að mynd-, tón- og leikverkinu Fantastar á Listahátíð sem mikill fjöldi listamanna frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi hefur skapað og Margrét Vilhjálmsdóttir leikstýrir. Lesa meira

Hamskipti Villa

2. maí 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Einstaka sinnum kemur fyrir að mér finnst ég vera orðin gömul (sem ég er) og í Perlunni í gærkvöldi komu augnablik þegar mér fannst ég hreinlega hundrað og eins. Þar var Stúdentaleikhúsið að sýna Djamm er snilld, verk eftir hópinn undir stjórn Tryggva Gunnarssonar, og það kom jafnvel fyrir að mér fannst að ég hefði aldrei verið ung. Alla vega ekki svona ung! Lesa meira

Salem í samtímanum

28. apríl 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Mér er enn í furðu fersku minni uppsetning Stefans Metz á Krítarhringnum í Kákasus eftir Brecht í Þjóðleikhúsinu fyrir fimmtán árum og hlakkaði mikið til að sjá Eldraunina hans á sama sviði í ár. En Eldraunin er að sjálfsögðu allt öðruvísi verk og þar eru brellur leiksviðsins óþarfar og jafnvel til bölvunar. Sýningin er vissulega vandlega hugsuð myndrænt en mestu máli skiptir að koma inntakinu skýrt og afdráttarlaust til skila. Ekki vantar neitt upp á það. Lesa meira

Ár englanna og ofurfóstrunnar

22. apríl 2014 · Fært í Eldri greinar úr TMM ·  

Hvernig var leikhúsárið 2013 í Reykjavík? Eitthvað sérstaklega minnisstætt – fyrir hvað það var gott, merkilegt, nú, eða vont? Á einkalista mínum kemur í ljós að mér hafa þótt þrjár sýningar mjög áhrifamiklar, þrjár afspyrnuvondar og afgangurinn þar á milli, er það ekki ágæt dreifing? Hér á eftir verða rifjaðar upp, alveg ábyrgðarlaust, eftirminnilegustu sýningarnar. Lesa meira

Næsta síða »