Veruleikaflótti í raunveruleikaþætti

1. maí 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það er stöðugur höfuðverkur umsjónarmanna með leiklistarnemum að finna verk sem passar fyrir hópinn, helst þannig að öll fái þau gott efni til að glíma við. Í ár hélt leikarabraut LHÍ leikritasamkeppni, eins og hefur verið gert stöku sinnum áður, og verkið sem sigraði, Við deyjum á Mars eftir Jónas Reyni Gunnarsson, er nú sýnt á sviði skólans í Smiðjunni undir öruggri stjórn Stefáns Jónssonar prófessors og fagstjóra námsbrautarinnar. Lesa meira

Ekkert veit á gott

30. apríl 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ef það er til eitt íslenskt skáldverk sem ég hefði fullyrt að ekki væri nokkur leið að skopstæla þá er það Svartfugl Gunnars Gunnarssonar. Þetta gera þó Hugleikarar núna í nýju leikverki eftir Ljóta hálfvitann Ármann Guðmundsson, Feigð, sem sýnt er í Kartöflugeymslunum ofan við Elliðaár. Ármann leikstýrir líka. Lesa meira

Hafa allir rétt á skoðunum sínum?

21. apríl 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Krakkarnir í Stúdentaleikhúsinu rannsaka fordóma í íslensku samfélagi í leiksýningunni Yfir strikið eftir leikstjórann, Ólaf S. K. Þorvaldz, sem er sýnd í Kartöflugeymslunum handan Elliðaánna. Þátttakendur í sýningunni eru ellefu, sex stúlkur og fimm strákar, þau ganga undir sínum eigin nöfnum en taka að sér ýmis hlutverk, tala ýmist frá eigin brjósti eða þvert um hug sér, þó alls ekki sé alltaf hægt að vera viss um hvort er uppi hverju sinni. Lesa meira

Veisla í farangrinum

18. apríl 2016 · Fært í Eldri greinar úr TMM, Á líðandi stund ·  

eftir Guðrúnu Nordal

Úr TMM 1.16

1

Á sama tíma og ég skrifa þessa hugleiðingu við ysta haf verða til um víða veröld milljónir texta á öllum heimsins tungumálum sem raðast inn á vefinn. Mannkynið hefur aldrei skrifað eins mikið og einmitt nú. Þessi ofgnótt rafrænna texta, sem við tökum öll þátt í að búa til, veldur því að við gefum fortíðinni og textum hennar æ minni gaum. Erum uppteknari af stundlegum vangaveltum samfélagsmiðlanna en því að lesa eldri texta, gamlar bækur frá fyrri öldum, skáldsögur og ljóðabækur frá síðustu öld eða jafnvel síðustu jólum. Fyrir vikið er hætta á því að tengslin við auðlegð og reynslu liðins tíma rofni, og um leið gæti slaknað á viðspyrnunni sem djúpstæður sögulegur skilningur veitir gagnvart vandamálum og áskorunum tuttugustu og fyrstu aldarinnar – þó að við kærum okkur kannski ekki um það. Lesa meira

Niðurlæging mannsins

17. apríl 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Auglýsingu ársins, fjörugt og ógnvænlegt nýtt verk eftir Tyrfing Tyrfingsson, á nýja sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi. Leikstjóri er Bergur Þór Ingólfsson og margslungna, síbreytilega leikmynd gerði Eva Signý Berger. Lesa meira

„Tilkynni, herra höfuðsmaður …“

11. apríl 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Gaflaraleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi nýtt íslenskt leikverk með söngvum eftir Karl Ágúst Úlfsson (texti) og Eyvind Karlsson (tónlist) um gamalkunnugt og ástsælt efni: Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans. Verkið byggir Karl Ágúst annars vegar á skáldsögu Haseks um Svejk sem hefur komið út margsinnis á íslensku í rómaðri þýðingu Karls Ísfeld og hins vegar á ævisögu Jaroslavs Hasek eftir Cecil Parrott. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir.  Lesa meira

Framtíðin er núna

5. apríl 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Í iðrum menntaskólahússins við Hamrahlíð hefur Karl Ágúst Þorbergsson leikstjóri sett upp sérstæða og áhrifamikla sýningu sem unnin er upp úr framtíðarskáldsögu Georgs Orwell, 1984. Handritið samdi Karl Ágúst ásamt Adolf Smára Unnarssyni aðstoðarleikstjóra og stórum hópi nemenda við skólann, leikurum, hljómsveitarmeðlimum og öðrum þátttakendum í sýningunni. Lesa meira

Illt er að binda ást við þann …

3. apríl 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það voru áhöld um það um tíma í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi hvort aðeins þeim réttu hefði verið hleypt inn. Talsvert var um tvísölu á sætum, að því er virtist, og tafðist sýningin á Hleyptu þeim rétta inn um fáeinar mínútur meðan greitt var úr vandanum. Það var eins og miðasölukerfi leikhússins væri að grínast með titil verksins. Loks var þó tjaldið dregið frá og einstaklega fjölhæf og nýtileg sviðsmynd Höllu Gunnarsdóttur kom í ljós. Lesa meira

Hvað sérðu?

2. apríl 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Þó að nýja leikritið sem frumsýnt var á litla sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi heiti Made in children get ég glatt ykkur með því að það er leikið á íslensku. Raunar vafðist mikið fyrir mér hvað þessi titill þýddi en eftir að hafa séð sýninguna reikna ég með að hann þýði að allt sem við hugsum og gerum eigi upphaf sitt  í bernsku okkar. Kannski voru aðstandendur bara óvissir um hvernig best væri að orða titilinn á íslensku …? Lesa meira

Þyngsta refsingin

1. apríl 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Leikhópurinn Artik frumsýndi nýtt íslenskt verk í Tjarnarbíó í gærkvöldi. Það heitir Djúp spor og er eftir Jennýju Láru Arnórsdóttur og Jóel Sæmundsson en Bjartmar Þórðarson leikstýrir. Lesa meira

Næsta síða »