Hvað eykur alheims hag?

1. október 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Trúðarnir Úlfar (Bergur Þór Ingólfsson) og Bella (Kristjana Stefánsdóttir) eru enn komnir á fulla ferð á litla sviði Borgarleikhússins. Þeir hafa áður fært okkur Dante og Virgil í Gleðileiknum guðdómlega og sjálfan Jesú litla frá Nasaret. Í trúðaóperunni Sókrates sem var frumsýnd í kvöld er það heimspekin sem þeir kanna á sinn sérstæða hátt. Með sér hafa þeir nú félaga sína Guðrúnu (Kristín Þóra Haraldsdóttir) og Ronju (Maríanna Klara Lúthersdóttir) sem kunna svona líka prýðilega við rauða nefið. Lesa meira

Að vera eða vera ekki með blett á kinninni

19. september 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Leikritið At eftir Mike Bartlett var frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi í þýðingu Kristínar Eiríksdóttur. Leikstjóri var Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri og einföld en skýr leikmyndin var eftir Gretar Reynisson. Hann sá líka um búningana sem manni fannst ekki geta verið öðruvísi. Lesa meira

Listamaðurinn býr enn í helli sínum

18. september 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Kolbeinn Arnbjörnsson skapar flókinn en þó heillegan og trúverðugan karakter í einleiknum Frama eftir Björn Leó Brynjarsson sem frumsýndur var á Lókal og Reykjavík Dance Festival en er nú sýndur í Tjarnarbíó á vegum hópsins TAKATAKA. Björn Leó leikstýrir sjálfur og sér líka um tónlistina í sýningunni en sér til aðstoðar við sviðsetninguna hefur hann Pétur Ármannsson dramatúrg og Brogan Davison dansara. Lesa meira

Ennþá gerast ævintýr

13. september 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það var ekki laust við að gæsahúð hríslaðist um mig þegar ég gekk í salinn í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Á stóra sviðinu blasti við sjálfur ævintýraskógurinn, dimmur og djúpur, með himinháum laufþungum trjám sem sólargeislar seytluðu í gegnum. Þarna lagði Börkur Jónsson leikmyndahönnuður upp til dýrlegrar skemmtunar enda var sýningin framundan um frægasta útlaga allra tíma: Í hjarta Hróa hattar. Lesa meira

Þið eruð ekki laus við mig

11. september 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Edda Björg Eyjólfsdóttir vann afrek á sviði Kúlu Þjóðleikhússins í gær þegar hún frumsýndi 4:48 Psychosis, síðasta verkið sem enska leikskáldið Sarah Kane (1971-1999) skrifaði áður en hún drap sig. Edda er eini leikarinn á sviðinu í klukkutíma og tólf mínútur; tímalengdin er bundin í texta en passaði merkilega vel á frumsýningu. Með sér hefur hún tvo magnaða tónlistarmenn, Stefán Má Magnússon og Magnús Örn Magnússon, auk þess sem rödd læknisins (leikstjórinn Friðrik Friðriksson) berst úr lofti og veggjum, mild og hlý en – samt – ópersónuleg. Lesa meira

Heimilisólukka enn

6. september 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

„Er til meiri klisja?“ spyr Símon Birgisson dramatúrg í leikskrá Móðurharðindanna eftir Björn Hlyn Haraldsson sem voru frumsýnd í Kassa Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Hann er að meina efni verksins, uppgjör í fjölskyldu eftir að heimilisfaðirinn deyr. Þessi orð Símonar eiga ekki síst vel við af því að eitt síðasta verkið á fjölum Reykjavíkurleikhúsa í vor sem leið fjallaði um sama efni, Er ekki nóg að elska? eftir Birgi Sigurðsson. Einnig hér er botnlaus heimilisóhamingja, kúguð og vanrækt börn og framhjáhald sem í þessu tilviki er svo opinskátt að hjákonan skrifar minningargrein um hinn látna í Moggann. Lesa meira

Saga pólitísks flóttamanns

31. ágúst 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Við skrópuðum á Lókal á laugardag en sáum í staðinn þrjár bráðgóðar nýjar íslenskar heimildarmyndir í Bíó Paradís. En í gær hlýddum við á írönsku stúlkuna Nazanin Askari segja frá lífi sínu, landi sínu og kjörum þjóðar sinnar á Lókal, í sýningu sem hún vann með Mörtu Nordal og undir stjórn hennar. Þetta er í hæsta máta tímabær sýning einmitt þessa dagana þegar íslenskt samfélag logar í umræðum um flóttamenn. Lesa meira

Segðu mér að ástin sé sönn

29. ágúst 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Eins og leik- og dansáhugamenn vita standa nú yfir tvær samtengdar hátíðir í borginni, leiklistarhátíðin Lókal og danslistahátíðin Reykjavík Dance Festival. Glöggir lesendur mínir hafa líka tekið eftir því að ég hef ekki reynt að skrifa um neinn dansviðburð þótt þar hafi mátt velja á milli margra athyglisverðra sýninga. Þetta stafar ekki af því að mér finnst leiðinlegt á danssýningum heldur af því að ég treysti mér illa til að skrifa um dans – þó að einu sinni, fyrir næstum heilli öld, hafi ég dansað dálítinn ballett á vorsýningu Barnaskóla Akureyrar. Lesa meira

Lifendur þegja, dauðir syngja

28. ágúst 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Dagur tvö á Lókal, leikhúsreynslan víkkar út, jafnvel yfir í annan heim. Síðdegis sáum við Krísufund Kriðpleirs á Dansverkstæðinu við Skúlagötu og um kvöldið When I Die sem kemur frá Kaserne í Basel, draugasögu með tónlist eftir Thom Luz. Í báðum tilvikum var sjón sögu ríkari. Lesa meira

Ástin – sterkasta aflið

27. ágúst 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Lókal-hátíðin er hafin og við drifum okkur á tvær sýningar í gær, báðar hjá Áhugaleikhúsi atvinnumanna í Borgarleikhúsinu. Við höfum af einhverjum undarlegum ástæðum misst af þessum góða hópi fram að þessu þó að hann hafi starfað síðan 2005 og sett upp fjölmargar sýningar. Það er nokkuð sérstætt við hópinn að hann býður öllum á sýningar sínar en á móti kemur að hann tekur ekki við pöntunum þannig að það er eins gott að koma tímanlega til að vera viss um sæti. Lesa meira

Næsta síða »