Edda, Bibba og Túrilla

17. apríl 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Við fórum loksins að sjá Edduna hennar Eddu Björgvinsdóttur í Gamla bíó í gærkvöldi. Það var sýning sem kom okkur meira á óvart en við áttum von á. Lesa meira

Ubbi Bubbi kóngur

12. apríl 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Jæja, aldrei fór það svo að maður fengi ekki að sjá leikritið um Ubba kóng áður en yfir lyki. Þetta ríflega aldargamla leikrit franska symbólistans Alfreds Jarry hefur verið „household word“ á Íslandi síðan Davíð Oddsson komst fyrst til valda á Íslandi en Davíð lék Ubba eða kónginn sem þá hét Bubbi í frægri uppsetningu Herranætur árið 1969. Var löngum vinsælt að kenna Davíð við hlutverkið hvort sem menn höfðu einhverja hugmynd um út á hvað það gekk eða ekki. Lesa meira

„Einræn krútt við hnattrænt tjútt“

11. apríl 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Nú hefur Stúdentaleikhúsið hreiðrað um sig í nýju leikhúsrými að Strandgötu 75 í Hafnarfirði, ekki langt frá Gaflaraleikhúsinu. Þarna var bílaverkstæði en krakkarnir hafa aldeilis tekið til hendinni. Allt er hvítskúrað, snyrtilega málað, teppalagt og búið skemmtilegu samsafni af húsgögnum og leikmunum úr bílskúrum foreldranna. Þar frumsýndu þau svo í gær leikverkið MIG eftir sjálf sig undir stjórn Ástbjargar Rutar Jónsdóttur og það verður enginn svikinn sem leitar uppi bílaverkstæðið og hlustar á hvað hópurinn hefur að segja. Lesa meira

Vandinn að leika við áhorfendur

10. apríl 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Spindrift Theatre hefur lagt undir sig Tjarnarbíó í rúma viku fyrir sýningu sína Carroll berserkur sem Bergdís Júlía Jóhannsdóttir leikstýrir, og þegar ég segi „leggja undir sig“ eru það ekki bara orðin tóm. Mig hefði aldrei grunað að það væru svona margar ólíkar vistarverur í því litla húsi. Lesa meira

Stórmenni á Söguloftinu

3. apríl 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Steinunn Jóhannesdóttir frumsýndi verk sitt um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi í gærkvöldi við húsfylli. Þar segir hún frá þeim hjónum, lífi þeirra hvors um sig áður en þau hittast, fundum þeirra og lífi saman og tekur frásögnin rúmlega tvo tíma með hléi. Steinunn flytur mál sitt blaðalaust, talar viðstöðulaust og málar upp á litríkan hátt ævi þessara tveggja stóru einstaklinga. Lesa meira

Arfur fortíðar

28. mars 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Sokkabandið frumsýndi nýtt leikrit eftir Kristínu Eiríksdóttur í gærkvöldi á Litla sviði Borgarleikhússins, Hystory, undir stjórn Ólafs Egils Egilssonar. Titillinn er væntanlega leikur að gríska orðinu „huster“, sem þýðir leg og er stofninn í hinu vinsæla orði hystería yfir sefasýki eða móðursýki, og svo enska orðinu „history“ eða sagnfræði. Titillinn er markviss: þetta er geðveik sýning sem vísar í raunverulegan sögulegan atburð. Lesa meira

Ástin og dauðinn á fjöllum

27. mars 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ég var bæði búin að kvíða fyrir og hlakka til að sjá Fjalla-Eyvind og Höllu í Þjóðleikhúsinu, rosalega spennt að vita hvernig Stefan Metz færi með þessa gömlu klassík okkar sem hver kynslóð verður að fá sína útgáfu af. Það voru útlendingar sem báru þetta verk fram og hófu það til vegs og virðingar upphaflega, á sviði og kvikmyndatjaldi, en nú er langt síðan erlendir leikstjórar hafa fengið að glíma við það. Útgáfa minnar kynslóðar var með Helgu Bachmann og Helga Skúlasyni í Iðnó með minnilega glæsilegum leiktjöldum. Þessi nýja er næstum því eins ólík henni og verða má, útgáfa Mörtu Nordal og Aldrei óstelandi í Norðurpólnum um árið var þó líklega ennþá ólíkari.  Lesa meira

„Nóttin er til þess að gráta í“

23. mars 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Við sáum loksins Segulsvið Sigurðar Pálssonar í gærkvöldi í Kassa Þjóðleikhússins, undrafagra sýningu þar sem hvað styður annað: margslungið leiksvið Gretars Reynissonar, táknvísir búningar Þórunnar Maríu Jónsdóttur, snjöll lýsing og ævintýraleg myndbandshönnun Halldórs Arnar Óskarssonar og Magnúsar Arnars Sigurðarsonar og skemmtileg hljóðmynd Úlfs Eldjárn og Kristjáns Sigmundar Einarssonar. Öllu haldið saman af óbrigðulum smekk leikstjórans, Kristínar Jóhannesdóttur. Lesa meira

Út yfir gröf og dauða

21. mars 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Í gærkvöldi frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur nýtt leikrit eftir eitt helsta núlifandi leikskáld okkar, Birgi Sigurðsson, á Nýja sviði Borgarleikhússins. Leikstjóri var Hilmir Snær Guðnason sem lék aðalhlutverkið í síðasta sviðsverki Birgis, Dínamíti, og leikstýrði síðustu uppsetningu á Degi vonar, þekktasta verki hans. Vytautas Narbutas gerir leikmyndina sem er stórglæsileg og búningar Stefaníu Adolfsdóttur eru mjög elegant og í stíl við hana. Lesa meira

„Þar skall helvítis hurð nærri hælum“

16. mars 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það fór kannski ekki mjög hátt en í gærkvöldi var frumsýnd í Iðnó ný íslensk ópera, Sæmundur fróði eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Hún er löngu þekkt meðal leikhúsáhugamanna – að minnsta kosti Hugleikhúsáhugamanna – fyrir leikrit sín, óperur og söngleiki, síðasta verk hennar af því tagi var Stund milli stríða sem var valin besta áhugaleikhússýningin í fyrra. Sýningin er á vegum Leikfélagsins Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík og Þórunn stýrir henni sjálf en tónlistarstjóri er Hrafnkell Orri Egilsson. Lesa meira

Næsta síða »