Ennþá gerast ævintýr

22. janúar 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Gömlu ævintýrin hafa lengi verið drjúg uppspretta barnaefnis, það veit Guðjón Davíð Karlsson (Gói ) og nýtir sér vel í nýju barnaleikriti með söngvum, Fjarskalandi, sem var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í dag. Vignir Snær Vigfússon semur lögin við texta Góa, Finnur Arnar Arnarson skapar undurfallegt ævintýraland á sviðinu, Lára Stefánsdóttir semur dansa og Selma Björnsdóttir stýrir öllu saman. Lesa meira

Galdrakarl á Sögulofti

22. janúar 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Geir Konráð Theodórsson skemmtir sér þessar vikurnar við að segja gestum á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi sögur af svarta galdri á Íslandi. Þeir eru þrír feðgarnir sem standa að sýningunni því Theodór Kristinn Þórðarson, faðir Geirs, leikstýrir honum og bróðirinn Eiríkur Þór sér um uppsetninguna. Lesa meira

Pabbi minn er kona

14. janúar 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Hannes Óli Ágústsson sýnir dirfsku með því að stíga fram og segja sögu sína og föður síns á Litla sviði Borgarleikhússins í sýningunni Hún pabbi. Þetta er einlæg og lágstemmd sýning eins og hæfir því viðkvæma efni sem hún fjallar um. Lesa meira

Þegar bíóið er búið

12. janúar 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Pulitzer-verðlaunaverkið Ræman eftir Annie Baker var frumsýnt í gær á Nýja sviði Borgarleikhússins undir stjórn Dóru Jóhannsdóttur. Það gerist í samnefndu kvikmyndahúsi, sem enn hefur ekki tekið stafrænni byltingu en notar ennþá gamaldags sýningarvél, og fjallar um þrjá illa launaða starfsmenn hússins og samskipti þeirra. Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) þýðir verkið og staðfærir. Lesa meira

Illt er að binda ást við þann …

7. janúar 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Eins og sjálfsagt flestar konur hef ég reynslu af karlmönnum eins og Sölva (Stefán Hallur Stefánsson) í leikritinu Gott fólk sem frumsýnt var í Kassanum í gærkvöldi (ég sá aðalæfingu kvöldið áður). Þetta er gasalega sætur strákur, orðheppinn og skemmtilegur, heillandi við fyrstu kynni, en þessir kostir valda því að hann er tregur til að binda sig. Það eru svo miklar líkur á því að þarna úti bíði stærri bráð en sú sem hangir á önglinum þessa stundina. Af hverju ætti hann þá að festa sig til frambúðar? Lesa meira

Kjötkveðjuhátíð á Rifi

4. janúar 2017 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það er einkar viðeigandi að setja upp leiksýningu byggða á skáldsögu franska rithöfundarins Jules Verne um leyndardóma Snæfellsjökuls í Frystiklefanum á Rifi undir Jökli. Journey to the Center of the Earth var frumsýnd milli jóla og nýárs undir stjórn Árna Kristjánssonar og við fórum í gær í kyrru og fallegu vetrarveðri að sjá hana. Leikið er á ensku því leikhússtjórinn og höfundur leikgerðarinnar, Kári Viðarsson, er að hugsa um erlenda ferðamenn. Ég játa fúslega að ég hefði viljað sjá hana á íslensku enda eru leikararnir allir íslenskir nema einn. Lesa meira

Skáldsaga verður kvikmynd verður leiksýning

31. desember 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Fimmta leikgerðin af Sölku Völku Halldórs Laxness var frumsýnd á stóra sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi. Ég hafði séð þær fjórar sem á undan fóru en þær eru misjafnlega minnisstæðar. Raunar man ég langbest eftir þeirri fyrstu, frá 1982, sem Stefán Baldursson leikstýrði. Guðrún S. Gísladóttir er ógleymanleg í titilhlutverkinu og ég get ennþá kallað lokasenuna fram í hugann. Lesa meira

Blekkingameistarinn Jagó og listir hans

23. desember 2016 · Fært í Leikdómar Silju, Óflokkað ·  

„Hrörnar þöll / sú er stendur þorpi á“ segir í Hávamálum. Upphafssviðið í Óþelló Shakespeares, sem frumsýndur var í gærkvöldi á stóra sviði Þjóðleikhússins, minnti á þessi orð. Á sviðinu stendur tré, beinvaxið og fagurt, í annars gróðurlausri urð. Við fáum að horfa á það drjúga stund og njóta þess að sjá ljósin leika í því og færa það úr laufskrúði sínu – eins og fyrir galdur – áður en Óþelló (Ingvar E. Sigurðsson) kemur með öxi og fellir það. Í sömu svifum skundar inn her manna og skapar nýtt svið í lofti, á veggjum og gólfi – úr kílómetrum af glæru plasti … Það er sjón að sjá. Sviðið er verk Barkar Jónssonar sem ekki bregst fremur venju og magnaða lýsinguna hannaði Halldór Örn Óskarsson. Lesa meira

Meinvill í myrkrunum

27. nóvember 2016 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Stúdentaleikhúsið ræðst ekki á garðinn þar sem hann er þægilega lágur að þessu sinni. Undir stjórn Vignis Rafns Valþórssonar vinna þau sýningu sem þau kalla því hnyttna nafni Meinvillt upp úr umdeildu leikriti Edwards Bond Saved. Þau stytta verkið mikið og fjarlægja úr því alla fullorðna, unglingarnir eru einir eftir og leika lausum hala. Lesa meira

Einar klaufabárður

26. nóvember 2016 · Fært í Leikdómar Silju, Óflokkað ·  

Allir kannast við það að senda barn til að ná í eitthvað og bíða svo von úr viti af því barnið finnur eitthvað allt annað til að gera og gleymir sér gersamlega. Stundum er þetta prýðileg leið til að fá stundarfrið fyrir barninu án þess að það gruni að maður sé að reyna að losna við það!
Einar einsetukarl í sýningunni hans Bergs Þórs Ingólfssonar, Jólaflækju, sem var frumsýnd á Litla sviði Borgarleikhússins í dag, fer upp á háaloft á aðfangadag til að ná í jólaskrautið. Lesa meira

Næsta síða »