Segðu mér að ástin sé sönn

29. ágúst 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Eins og leik- og dansáhugamenn vita standa nú yfir tvær samtengdar hátíðir í borginni, leiklistarhátíðin Lókal og danslistahátíðin Reykjavík Dance Festival. Glöggir lesendur mínir hafa líka tekið eftir því að ég hef ekki reynt að skrifa um neinn dansviðburð þótt þar hafi mátt velja á milli margra athyglisverðra sýninga. Þetta stafar ekki af því að mér finnst leiðinlegt á danssýningum heldur af því að ég treysti mér illa til að skrifa um dans – þó að einu sinni, fyrir næstum heilli öld, hafi ég dansað dálítinn ballett á vorsýningu Barnaskóla Akureyrar. Lesa meira

Lifendur þegja, dauðir syngja

28. ágúst 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Dagur tvö á Lókal, leikhúsreynslan víkkar út, jafnvel yfir í annan heim. Síðdegis sáum við Krísufund Kriðpleirs á Dansverkstæðinu við Skúlagötu og um kvöldið When I Die sem kemur frá Kaserne í Basel, draugasögu með tónlist eftir Thom Luz. Í báðum tilvikum var sjón sögu ríkari. Lesa meira

Ástin – sterkasta aflið

27. ágúst 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Lókal-hátíðin er hafin og við drifum okkur á tvær sýningar í gær, báðar hjá Áhugaleikhúsi atvinnumanna í Borgarleikhúsinu. Við höfum af einhverjum undarlegum ástæðum misst af þessum góða hópi fram að þessu þó að hann hafi starfað síðan 2005 og sett upp fjölmargar sýningar. Það er nokkuð sérstætt við hópinn að hann býður öllum á sýningar sínar en á móti kemur að hann tekur ekki við pöntunum þannig að það er eins gott að koma tímanlega til að vera viss um sæti. Lesa meira

„Sennilega eigum við öll brauð í magann skilið“

5. ágúst 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ég er nærri því viss um að þið höfðuð ekki hugmynd um að í rauninni átti litla gula hænan heima í skýjahöllinni hjá risanum og að þar var það sem hún sáði fræinu, þreskti kornið og allt það. Og að í rauninni var það hún en ekki gæsin sem verpti gulleggjum handa risanum og Jói bjargaði eftir að hann klifraði upp baunagrasið. Þetta er að minnsta kosti það afbrigði af sögunni um Litlu gulu hænuna sem Leikhópurinn Lotta segir okkur á eldfjörugri sýningu sinni í Elliðaárdalnum um þessar mundir. Lesa meira

Stúlkan og skáldið

29. júní 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Í gærkvöldi var gestaleikur frá Póllandi Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Þar sagði ein þekktasta gamanleikkona Pólverja, Beata Malczewska, áheyrendum langa og tragíkomíska ástarsögu undir heitinu Ljómi liðinna daga, og skreytti hana með söngvum. Lesa meira

Það dýrmætasta

24. maí 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Norski leikhópurinn Jo Strømgren kompani sýndi Eldhúsið í Tjarnarbíó í gærdag við góðar undirtektir. Þetta er verk um umburðarlyndi og kærleika og var fyrsta sýning leikhópsins sem ætluð var börnum sérstaklega. Leikararnir, Ívar Örn Sverrisson og Hanne Gjerstad Henrichsen, fluttu textann á íslensku og íslenskuskotinni norsku en þulartexti var á íslensku. Minn sjö ára leikhúsvani förunautur sagðist hafa skilið allt og þótti heyrðist mér býsna mikið varið í að hafa farið á leiksýningu sem var að hluta á útlensku. Lesa meira

Landamæraerjur

20. maí 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Þeir sem hafa saknað Ívars Arnar Sverrissonar af íslensku leiksviði ættu að grípa tækifærið í vikunni og sjá sýningarnar tvær sem norski leikhópurinn hans sýnir nú í Tjarnarbíó. Við sáum aðra þeirra í gærkvöldi, dansleiksýninguna „The Border“, þar sem Ida Holten Worsøe leikur á móti Ívari Erni en höfundur, hönnuður leikmyndar, leikstjóri og danshöfundur er Jo Strømgren, stofnandi og stjórnandi leikhópsins. Lesa meira

Hangikjöt með eða án uppstúfs

13. maí 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það á að reisa stórt hótel á Arnarhóli og álfarnir sem þar búa eru í uppnámi. Það eru líka ýmsir áhugamenn um óbreytt miðborgarlandslag – og þegar álfar og menn taka höndum saman þá eiga umhverfissóðar ekki séns. Lesa meira

Ástin er eilíf

25. apríl 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Ellefu útskriftarnemar af leikarabraut Listaháskóla Íslands frumsýndu í gærkvöldi Að eilífu eftir Árna Ibsen í Smiðjunni undir stjórn Stefáns Jónssonar. Verkið var upphaflega samið fyrir slíkan útskriftarhóp árið 1997 og ég man að sýningin olli mér vonbrigðum af ýmsum ástæðum. Það gerði ekki frumsýningin í gær. Hún var eldfjörug, hugmyndarík í stóru sem smáu og yndi á að horfa frá upphafi til enda (þótt galsinn verði kannski aðeins of á kafla í seinni hlutanum). Lesa meira

Við og Afríka – Afríka og við

24. apríl 2015 · Fært í Leikdómar Silju ·  

„Það virðist ekki vera til nein fær leið til að sýna hörmulegar afleiðingar eyðni í Afríku á sviði,“ segir þýska leikskáldið Roland Schimmelpfennig í grein á netinu. „Ég er samt viss um að hún er til og ég reyndi að finna hana.“ Leið hans, Peggy Pickit sér andlit Guðs, var frumsýnd á litla sviði Borgarleikhússins á miðvikudagskvöldið í þýðingu Hafliða Arngrímssonar og undir stjórn Vignis Rafns Valþórssonar en við sáum sýninguna í gærkvöldi. Fáein verk Schimmelpfennigs hafa áður verið sýnd hér, einkum er Konan áður ennþá skýr í minningunni. Lesa meira

Næsta síða »