Þrjár systur – og bróðir

17. september 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það var sannarlega gaman að sjá þær saman á sviði í Tjarnarbíó í gærkvöldi Margréti Guðmundsdóttur, Önnu Kristínu Arngrímsdóttur, Guðbjörgu Thoroddsen (Bauju) og Halldóru Björnsdóttur. Nokkur tími er síðan þessar konur sáust leika en þær hafa að sjálfsögðu engu gleymt. Sýningin var á Róðaríi, nýju fjölskyldudrama eftir Hrund Ólafsdóttur, og leikstjóri var Erling Jóhannesson. Lesa meira

Glanni glæpur slær loksins í gegn

15. september 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Glanni glæpur, önnur þekktasta persóna Latabæjarsjónvarpsþátta Magnúsar Scheving,  þreytist seint á að ergja sig á fólki sem stundar íþróttir og borðar hollan mat. Maður hefði kannski haldið að hann lærði eitthvað á síendurteknum misheppnuðum tilraunum sínum til að fá íbúa Latabæjar ofan af þessu en – nei. Hann er enn að og nú (aftur) á stóra sviði Þjóðleikhússins. Nýja verkið heitir Ævintýri í Latabæ og það eru höfundurinn og Rúnar Freyr Gíslason sem stýra því. Lesa meira

Lína lifir

14. september 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það er ekki dregið úr því í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Línu Langsokk, sem var frumsýnd á stóra sviði Borgarleikhússins í gær, hvað Lína er ósvífin stúlka. Og fer ákaflega vel á því að láta Ágústu Evu Erlendsdóttur leika hana því allir muna ennþá hvernig hún kom eins og sprengja inn í íslenskan samtíma sem Silvía Nótt – alla vega eins og ótal stórar hvellhettur. Lesa meira

Hvunndagurinn holdi klæddur

4. september 2014 · Fært í Á líðandi stund ·  

Það gerast ekki stórtíðindi í París norðursins, nýju bíómyndinni hans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. Þar er ekkert morð, engin nauðgun, engin snjóflóð, jarðskjálftar eða eldgos, samt horfir maður alveg heillaður og lætur sér koma merkilega mikið við hvað gerist. Lesa meira

Hátíð í Edinborg – skýrsla

15. ágúst 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Árum saman hef ég vitað af leiklistarhátíðunum í Edinborg en aldrei farið enda mikið fyrirtæki. Í ár bar svo óstjórnlega vel í veiði að heimilisvinir fengu hús þar í borg í húsaskiptum á réttum tíma og buðu okkur gistingu sem annars er erfitt að fá í borginni á þeim tíma. Maður spurði sig náttúrlega hvers vegna Edinborgarbúar vildu flýja að heiman á þessum hátíðatíma en eiginlega vissum við svarið um það leyti sem við komum heim. Lesa meira

Sjómannslíf, sjómannslíf

20. júlí 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Tjarnarbíó býður um þessar mundir listamönnum í borginni fín tækifæri til að sýna eigin verk við góðar aðstæður – í vel búnu leikhúsi með góðum sætum fyrir gesti. Það er gaman að koma í húsið, jafnvel þótt maður sé ekki á leið í leikhús, þar er veitingasala með mat og drykk og góður andi eins og þarf til að hæna fólk að. Þarna var fyrsta frumsýning leikársins 2014–2015 í gærkvöldi þegar Arnar Dan Kristjánsson frumsýndi einþáttung sinn Landsliðið á línu ásamt Báru Gísladóttur sem sá um lifandi leikhljóð á sviðinu. Lesa meira

Heima er best

10. júlí 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það er skammt stórra högga á milli á íslensku óperusviði því í gær var í fyrsta sinn flutt í Reykjavík ný barnaópera eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson. Hún heitir Baldursbrá og segir sögu af háskalegu ævintýri blóms sem þó endar vel. Óperan var frumflutt á Siglufirði á þjóðlagahátíð fyrr í mánuðinum undir stjórn tónskáldsins sem einnig stjórnaði í gærkvöldi. Þetta var konsertuppfærsla en Sveinn Einarsson aðstoðaði við sviðsetningu. Lesa meira

Af Hróa hetti og Þyrnirós

3. júlí 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Það leit ekkert sérstaklega vel út fyrirfram með sýningu á Hróa hetti hjá Leikhópnum Lottu í gær. Hópurinn sýnir í Elliðaárdalnum, sem kunnugt er, og utan dyra. En stór hópur bjartsýnna foreldra og barna kom samt og allt fór vel, eins og ævintýrið á sviðinu. Undir sýningarlok fór að vísu að rigna pínulítið en hvorki leikendur né áhorfendur brugðu sér hið minnsta. Enda stytti strax upp aftur. Lesa meira

Fegurðin ríkir ein

30. maí 2014 · Fært í Óflokkað ·  

Ég hef beðið spennt eftir því að fá að sjá verk Ragnars Kjartanssonar og Kjartans Sveinssonar, Kraftbirtingarhljóm guðdómsins (Der Klang der Offenbarung des Göttlichen) alveg síðan ég las upphafna lýsingu Einars Fals Ingólfssonar á því í Morgunblaðinu í febrúar þegar verkið var frumsýnt í Berlín. Biðinni lauk í gærkvöldi í Borgarleikhúsinu. Þó að ég hefði bæði lesið mér til og hlustað á viðtöl við aðstandendur kom verkið mér á óvart. Lesa meira

Fljúga marglitu fiðrildin

26. maí 2014 · Fært í Leikdómar Silju ·  

Wide Slumber for lepidopterists (Djúpur dúr fyrir fiðrildafræðinga??) er tónverk utan um ljóðabók eftir Angelu Rawlings, sviðsett með þrem söngvurum af Söru Martí og VaVaVoom og sýnt í Tjarnarbíó. Tónlistin er eftir Valgeir Sigurðsson, seiðandi og svæfandi eins og hæfir verki um rannsóknir á svefni og lífsferli fiðrilda. Söngur Alexi Murdoch, Sasha Siem og Ásgerðar Júníusdóttur var glæsilegur og undirleikurinn ekki síðri. Leikmynd Evu Signýjar Berger var úthugsuð og óvenjuleg, búningar Hörpu Einarsdóttur fallegir og spennandi. En það sem hafði áhrif fyrst og fremst voru myndbandsverkin og ljósaleikurinn eftir þá Inga Bekk og Pierre-Alain Giraud. Myndirnar og litirnir sem birtust á baksviðinu og léku sér á og að sviðsmununum voru oft svo æðisleg að augu mín stóðu á stilkum. Lesa meira

Næsta síða »